loading

7.þáttur – Skötuselur með soba núðlum

Hraefnismynd-skötuselur með sobanúðlum

Hráefni:
1 pk, um 400 gr sobanúðlur eða aðrar núðlur
4 msk sesamolía
500 g skötuselur
repjuolía til steikingar
salt og pipar
1 msk fínt rifinn engifer
5 msk sataysósa
4 stönglar dill

1. Setjið núðlurnar  í sjóðandi saltað vatn og bætið 1 msk sesamolíu í. Sjóðið í um 2 mínútur og sigtið.
2. Skerið skötuselinn í litla bita og steikið á pönnu i blandi af sesamolíu og repjuolíu. Saltið og piprið og bætið engifer út á pönnuna.
3. Steikið skötuselinn í um 2 mínútur, bætið semsamfræjum út í.
4. Bætið sataysósu út á pönnuna ásamt gróft rifnu dilli og blandið öllu varlega saman.

Skötuselur með soba nuðlum