loading

6.þáttur – Tortillaþorskur með tikka masala sósu

Hraefnismynd -þorskur í tikka

Hráefni:
900 g þorskur
Salt og pipar
200 g tikka masala sósa
4 tortillakökur
180 g sýrður rjómi
1  agúrka eða kúrbítur
4 stökk salatblöð

Aðferð:
1. Skerið þorskflakið í bita og steikið á pönnu.
2. Saltið og piprið þorskinn.
3. Hellið tikka masala sósu yfir fiskinn.
4. Látið malla í um 2 mínútur á pönnnni.
5. Smyrjið sýrðum rjóma á tortillakökurnar.
6. Setjið fiskinn á tortilluna.
7. Skerið agúrkuna í bita og setjið ofan á fiskinn ásamt salatblaði og rúllið upp.

thorskur i tikka _