loading

5.þáttur – Saltfiskpizza

Hraefnismynd-pizza

Hráefni:
Pizzubotn (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
Pizzusósa (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
250 g útvatnaður saltfiskur
1 mozzarellakúla
125 g rifinn mozzarellaostur
2 msk  söxuð steinselja
Hvítlauksolía

Aðferð:
1. Fletjið út pizzudeig, bakið í um 5 mín. við 200°C, takið út úr ofninum og kælið aðeins.
2. Smyrjið sósunni yfir botninn.
3. Skerið saltfiskinn í sneiðar og dreifið á pizzuna.
4. Myljið mozzarellakúluna gróft og stráið yfir ásamt rifnum osti.
5. Bakið í um 200°C í um 15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður.
6. Stráið saxaðri steinselju yfir.
7. Hellið hvítlauksolíu yfir eftir smekk.

Pizzubotn:
Hráefni:
200 g hveiti
50 g  rúgmjöl
6 g þurrger
1 tsk hunang
1½ tsk salt
Vatn
Aðferð:
1. Blandið saman öllu hráefninu í pizzubotninn og hnoðið vel.
2. Látið hefast í 30 – 40 mínútur. Gott er að gera pizzusósuna á meðan.

Pizzusósa:
Hráefni:
2 hvítlauksgeirar
200 g niðursoðnir tómatar
1 msk tómatpúrra
2 ferskir tómatar
1 tsk þurrkuð basilíka, 4 blöð ef notuð er fersk
1 tsk  þurrkuð bergminta (oregano), 1 stöngull ef notuð er fersk
Aðferð:
Hvítlaukurinn skrældur og maukaður í matvinnsluvél  ásamt  öllu öðru hráefni.

saltfiskspizza