loading

4.þáttur – Bláskeljaspasta

Hraefnismynd - kræklingur

Hráefni:
100 g skalotlaukur
4 hvítlauksrif
3 stórir vel þroskaðir tómatar
1 búnt fersk basilíka
2 tsk hreinn grænmetiskraftur
Pipar
350 g  pasta (má vera hvaða tegund sem er)
500 g kræklingur (bláskel)
50 g smjör
1½ dl mysa/hvítvín
Salt

Aðferð:
1. Saxið skalotlauk og hvítlauk og hitið í örlítilli olíu í potti.
2. Skerið tómat gróft  og bætið út í pottinn ásamt saxaðri  basilíku (helming af uppgefnu magni).
3. Bætið grænmetiskraftinum út í og piprið, látið malla í um mínútu við vægan hita.
4. Sjóðið pastað samkæmt leiðbeiningum á pakkanum.
5. Setið mysu/hvítvín í pott og bætið bláskel í pottinn, setjið lok á og látið vera á hitanum í nokkrar mínútur eða þar til skeljarnar hafa opnast.
6. Sigtið pastað þegar þegar það er soðið og hrærið smjöri, skornu í litla bita, saman við.
7. Hellið kræklingum yfir pastað ásamt tómatnum og blandið varlega saman.
8. Saxið afganginn af basilíkunni og stráið yfir.

kraiklingur