loading

3.þáttur – Laxa tacos

Hraefnismynd -lax og taco

Hráefni:
1  laxaflak
Olía til steikingar
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
Safi úr einni sítrónu
3 tómatar
1 lárpera (avocado)
8 taco skeljar
8 stilkar kóríander (má vera steinselja)

Aðferð:
1. Skerið laxinn í bita.
2. Steikið laxinn í olíu á pönnu , saltið og piprið.
3. Skrælið hvítlaukinn og maukið, setjið yfir fiskinn ásamt sítrónusafanum.
4. Skerið tómata og lárperu í bita.
5. Setjið fiskinn, tómatana og lárperuna í taco skeljarnar og stráið steinselju eða kóríander yfir.

Lax i taco