loading

2.þáttur – Blálöngu borgari

Hraefnismynd -lönguborgarinn

Hráefni:
4 stk ciabatta brauð eða rúnnstykki
600 g blálanga
½ kúrbítur
Olía til steikingar
Salt og pipar
4 msk majónes
½ sítróna
8 salatblöð
8 basilíkublöð

Aðferð:
1. Skerið brauðið í tvennt og ristið á vel heitri grillpönnu (má eining vera á venjulegri pönnu).
2. Skerið blálönguna í sneiðar.
3. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar eftir endilöngu.
4. Steikið hvorutveggja á sömu pönnunni í um 2 mín á hvorri hlið.
5. Smyrjið majónesi á brauðið og raðið salatblöðum á brauðbotninn.
6. Leggið kúrbítinn á salatblaðið og þar næst blálönguna.
7. Setjið basilíkublöðin ofan á og síðan hinn helminginn af brauðinu.

Blalonguhamborgari