loading

1. þáttur – Ýsa í pítubrauði

hraefnismynd -pita

Hráefni:
1/2 kg ýsa
1 tsk sjávaréttakryddblanda  frá Pottagöldrum (t.d. Leyndarmál hafmeyjunnar)
3 msk heilhveiti, má nota hvítt hveiti, spelt eða blanda af öllu, hvað sem hentar best
Salt og pipar
4 Pítabrauð
4 stökk salatblöð (t.d. lambhagasalat, eikarblöð)
1-2 tómatar

Aðferð:
1. Skerið ýsuna í bita og stráið kryddblöndunni yfir.
2. Veltið fiskinum upp úr heilhveiti og steikið á pönnu.
3. Saltið og piprið.
4. Hitið pítubrauðin í ofni.
5.  Opnið brauðið vel og raðið inn eftir smekk , fisknum, grænmetinu og sósunni.

Jógúrtsósa með agúrku:
350 gr grískt jógúrt
Safi úr einni sítrónu
1 msk hunang
2 tsk dijon sinnep
1 agúrka
2 hvítlauksrif
Pipar

Aðferð:
1. Setjið jógúrtið í skál, bætið í sítrónusafa, hunangi og sinnepi og blandið vel saman.
2. Skerið agúrku í tvennt, hreinsið kjarnanm frá og rífið afganginn með grófu rifjárni út í jógúrtið.
3.Skrælið og maukið hvítlauksrifin og bætið saman við.
4. Piprið eftir smekk.

Ysa i pitubraudi