Categories
forsidumynd

Eitt af markmiðum verkefnisins er að auðvelda kennslu á meðferð og eldun fisks. Því var farið í það verkefni að þróa og vinna námsefni sem hugsað er fyrir miðstig grunnskóla en þar er farið vel yfir eldunaraðferðir auk þess sem ýmiss fróðleikur um sjávarfang fylgir hverjum kafla. Upplagt er að horfa á innskotsþættina Fiskídag sem sýndir voru á RÚV samhliða kennslunni en þar er hver réttur eldaður með matreiðslumeistara og honum til aðstoðar eru nokkrir nemendur af miðstigi.

Smellið hér til þess að fletta bókinni og/eða hlaða henni niður.

 

Categories
forsidumynd Uncategorized

Fiskur er ekki bara fiskur

Hafið er fullt af allskonar fiskum sem flestir eru ætir.

Myndin hér að ofan er af Gull karfa  sem er mikilvægur nytjafiskur við strendur Íslands.

Hér munu innan skamms koma upplýsingar um hinar ýmsu fiskitegundir sem fróðlegt er að lesa um.

Categories
forsidumynd Uncategorized

Innskotsþættir á RÚV

Í janúar verða sýndir á RÚV 5 mínútna innskotsþættir þar sem Sveinn Kjartansson mun fara með nokkrum grunnskólakrökkum í gegnum ýmsa þætti er varða fisk. Þar verður fjallað um heilnæmi hans, ólíkar tegundir, hvernig hann er verkaður og loks hvernig hægt er að elda hann á auðveldan hátt. Markmiðið er að krakkarnir kynnist hráefninu og verði óhrædd við að prufa sig áfram. Innskotsþáttunum mun fylgja kennsluefni fyrir eldri bekki grunnskólanna.

Ljósmynd: Kristín Edda Gylfadóttir / Matís

IMG_5440