Eftirtaldir aðilar hafa stutt fiskiátakið með einum eða öðrum þætti og erum við einstaklega þakklát fyrir það.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í fiskiátakinu er þér velkomið að hafa samband við okkur, til dæmis hér.
Namm, fiskur!
Eftirtaldir aðilar hafa stutt fiskiátakið með einum eða öðrum þætti og erum við einstaklega þakklát fyrir það.
Hafir þú áhuga á að taka þátt í fiskiátakinu er þér velkomið að hafa samband við okkur, til dæmis hér.
Namm, fiskur!
8.þáttur – Silungatartar
Hráefni:
2 silungsflök
3 cm biti ferskur engifer
1 cm biti piparrót
1 rautt chili
8 graslaukar
Safi úr einni límónu
2 msk ristuð sesamfræ
Salt og pipar
Aðferð:
1. Hreinsið og skerið silunginn í litla bita.
2. Rífið engifer og piparrót yfir fiskinn.
3. Saxið chili og skerið graslauk og bætið saman við fiskinn.
4. Saltið, piprið og bætið límónusafanum í.
5. Bætið sesamfræjum saman við og blandið vel saman, stráið síðan örlítlu af sesamfræjunum yfir.
7.þáttur – Skötuselur með soba núðlum
Hráefni:
1 pk, um 400 gr sobanúðlur eða aðrar núðlur
4 msk sesamolía
500 g skötuselur
repjuolía til steikingar
salt og pipar
1 msk fínt rifinn engifer
5 msk sataysósa
4 stönglar dill
1. Setjið núðlurnar í sjóðandi saltað vatn og bætið 1 msk sesamolíu í. Sjóðið í um 2 mínútur og sigtið.
2. Skerið skötuselinn í litla bita og steikið á pönnu i blandi af sesamolíu og repjuolíu. Saltið og piprið og bætið engifer út á pönnuna.
3. Steikið skötuselinn í um 2 mínútur, bætið semsamfræjum út í.
4. Bætið sataysósu út á pönnuna ásamt gróft rifnu dilli og blandið öllu varlega saman.
6.þáttur – Tortillaþorskur með tikka masala sósu
Hráefni:
900 g þorskur
Salt og pipar
200 g tikka masala sósa
4 tortillakökur
180 g sýrður rjómi
1 agúrka eða kúrbítur
4 stökk salatblöð
Aðferð:
1. Skerið þorskflakið í bita og steikið á pönnu.
2. Saltið og piprið þorskinn.
3. Hellið tikka masala sósu yfir fiskinn.
4. Látið malla í um 2 mínútur á pönnnni.
5. Smyrjið sýrðum rjóma á tortillakökurnar.
6. Setjið fiskinn á tortilluna.
7. Skerið agúrkuna í bita og setjið ofan á fiskinn ásamt salatblaði og rúllið upp.
Hráefni:
Pizzubotn (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
Pizzusósa (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
250 g útvatnaður saltfiskur
1 mozzarellakúla
125 g rifinn mozzarellaostur
2 msk söxuð steinselja
Hvítlauksolía
Aðferð:
1. Fletjið út pizzudeig, bakið í um 5 mín. við 200°C, takið út úr ofninum og kælið aðeins.
2. Smyrjið sósunni yfir botninn.
3. Skerið saltfiskinn í sneiðar og dreifið á pizzuna.
4. Myljið mozzarellakúluna gróft og stráið yfir ásamt rifnum osti.
5. Bakið í um 200°C í um 15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður.
6. Stráið saxaðri steinselju yfir.
7. Hellið hvítlauksolíu yfir eftir smekk.
Pizzubotn:
Hráefni:
200 g hveiti
50 g rúgmjöl
6 g þurrger
1 tsk hunang
1½ tsk salt
Vatn
Aðferð:
1. Blandið saman öllu hráefninu í pizzubotninn og hnoðið vel.
2. Látið hefast í 30 – 40 mínútur. Gott er að gera pizzusósuna á meðan.
Pizzusósa:
Hráefni:
2 hvítlauksgeirar
200 g niðursoðnir tómatar
1 msk tómatpúrra
2 ferskir tómatar
1 tsk þurrkuð basilíka, 4 blöð ef notuð er fersk
1 tsk þurrkuð bergminta (oregano), 1 stöngull ef notuð er fersk
Aðferð:
Hvítlaukurinn skrældur og maukaður í matvinnsluvél ásamt öllu öðru hráefni.
Hráefni:
100 g skalotlaukur
4 hvítlauksrif
3 stórir vel þroskaðir tómatar
1 búnt fersk basilíka
2 tsk hreinn grænmetiskraftur
Pipar
350 g pasta (má vera hvaða tegund sem er)
500 g kræklingur (bláskel)
50 g smjör
1½ dl mysa/hvítvín
Salt
Aðferð:
1. Saxið skalotlauk og hvítlauk og hitið í örlítilli olíu í potti.
2. Skerið tómat gróft og bætið út í pottinn ásamt saxaðri basilíku (helming af uppgefnu magni).
3. Bætið grænmetiskraftinum út í og piprið, látið malla í um mínútu við vægan hita.
4. Sjóðið pastað samkæmt leiðbeiningum á pakkanum.
5. Setið mysu/hvítvín í pott og bætið bláskel í pottinn, setjið lok á og látið vera á hitanum í nokkrar mínútur eða þar til skeljarnar hafa opnast.
6. Sigtið pastað þegar þegar það er soðið og hrærið smjöri, skornu í litla bita, saman við.
7. Hellið kræklingum yfir pastað ásamt tómatnum og blandið varlega saman.
8. Saxið afganginn af basilíkunni og stráið yfir.
Hráefni:
1 laxaflak
Olía til steikingar
Salt og pipar
2 hvítlauksrif
Safi úr einni sítrónu
3 tómatar
1 lárpera (avocado)
8 taco skeljar
8 stilkar kóríander (má vera steinselja)
sýrður rjómi
Aðferð:
1. Skerið laxinn í bita.
2. Steikið laxinn í olíu á pönnu , saltið og piprið.
3. Skrælið hvítlaukinn og maukið, setjið yfir fiskinn ásamt sítrónusafanum.
4. Skerið tómata og lárperu í bita.
5. Setjið fiskinn, tómatana, lárperuna og sýrða rjómann í taco skeljarnar og stráið steinselju eða kóríander yfir.
Hráefni:
4 stk ciabatta brauð eða rúnnstykki
600 g blálanga
½ kúrbítur
Olía til steikingar
Salt og pipar
4 msk majónes
½ sítróna
8 salatblöð
8 basilíkublöð
Aðferð:
1. Skerið brauðið í tvennt og ristið á vel heitri grillpönnu (má eining vera á venjulegri pönnu).
2. Skerið blálönguna í sneiðar.
3. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar eftir endilöngu.
4. Steikið hvorutveggja á sömu pönnunni í um 2 mín á hvorri hlið.
5. Smyrjið majónesi á brauðið og raðið salatblöðum á brauðbotninn.
6. Leggið kúrbítinn á salatblaðið og þar næst blálönguna.
7. Setjið basilíkublöðin ofan á og síðan hinn helminginn af brauðinu.
Hráefni:
1/2 kg ýsa
1 tsk sjávaréttakryddblanda frá Pottagöldrum (t.d. Leyndarmál hafmeyjunnar)
3 msk heilhveiti, má nota hvítt hveiti, spelt eða blanda af öllu, hvað sem hentar best
Salt og pipar
4 Pítabrauð
4 stökk salatblöð (t.d. lambhagasalat, eikarblöð)
1-2 tómatar
Aðferð:
1. Skerið ýsuna í bita og stráið kryddblöndunni yfir.
2. Veltið fiskinum upp úr heilhveiti og steikið á pönnu.
3. Saltið og piprið.
4. Hitið pítubrauðin í ofni.
5. Opnið brauðið vel og raðið inn eftir smekk , fisknum, grænmetinu og sósunni.
Jógúrtsósa með agúrku:
350 gr grískt jógúrt
Safi úr einni sítrónu
1 msk hunang
2 tsk dijon sinnep
1 agúrka
2 hvítlauksrif
Pipar
Aðferð:
1. Setjið jógúrtið í skál, bætið í sítrónusafa, hunangi og sinnepi og blandið vel saman.
2. Skerið agúrku í tvennt, hreinsið kjarnanm frá og rífið afganginn með grófu rifjárni út í jógúrtið.
3.Skrælið og maukið hvítlauksrifin og bætið saman við.
4. Piprið eftir smekk.
Frétt í bændablaðinu um afhendingu Stínu bókarinnar á leikskólanum Krakkaborg:
Frétt á Stöð 2 um afhendingu 1. eintaka bókarinnar um Fiskinn hennar Stínu:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE2F0AFEE-82CA-4839-AE3D-1AFFDA9C729D
Frétt inná vef LÍÚ vegna afhendingar 1. eintaka bókarinnar “Fiskurinn hennar Stínu”
http://www.liu.is/frettir/nr/1733/
Kastljós 14.janúar 2014 – umfjöllun um fiskneyslu ungs fólks.
Sushi heldur uppi fiskneyslu ungmenna – Kastljós
Fréttatíminn Haust 2013
Og meiri fiskifréttir:
Talsvert hefur verið fjallað um fiskiátakið í fjölmiðlum, til dæmis hér:
http://www.ruv.is/sarpurinn/siddegisutvarpid/19092013/fiskidagur
Eitt af markmiðum verkefnisins er að auðvelda kennslu á meðferð og eldun fisks. Því var farið í það verkefni að þróa og vinna námsefni sem hugsað er fyrir miðstig grunnskóla en þar er farið vel yfir eldunaraðferðir auk þess sem ýmiss fróðleikur um sjávarfang fylgir hverjum kafla. Upplagt er að horfa á innskotsþættina Fiskídag sem sýndir voru á RÚV samhliða kennslunni en þar er hver réttur eldaður með matreiðslumeistara og honum til aðstoðar eru nokkrir nemendur af miðstigi.
Smellið hér til þess að fletta bókinni og/eða hlaða henni niður.