Categories
Uncategorized

Myndir frá opnunarhátíð Fiskídag

28.september var haldin opnunarhátíð á Fiskídag átakinu. Þar var verkefnið kynnt ásamt því að hin ýmsu fiskframleiðslu fyrirtæki kynntu vörur sínar og gáfu gestum og gangandi að smakka á góðgætinu.

 

Categories
Uncategorized

Fiskur til sölu

FISKBÚÐIR:
(smellið á nöfnin til að fá heimasíður búðanna)

Categories
forsidumynd Uncategorized

Fiskur er ekki bara fiskur

Hafið er fullt af allskonar fiskum sem flestir eru ætir.

Myndin hér að ofan er af Gull karfa  sem er mikilvægur nytjafiskur við strendur Íslands.

Hér munu innan skamms koma upplýsingar um hinar ýmsu fiskitegundir sem fróðlegt er að lesa um.

Categories
forsidumynd Uncategorized

Innskotsþættir á RÚV

Í janúar verða sýndir á RÚV 5 mínútna innskotsþættir þar sem Sveinn Kjartansson mun fara með nokkrum grunnskólakrökkum í gegnum ýmsa þætti er varða fisk. Þar verður fjallað um heilnæmi hans, ólíkar tegundir, hvernig hann er verkaður og loks hvernig hægt er að elda hann á auðveldan hátt. Markmiðið er að krakkarnir kynnist hráefninu og verði óhrædd við að prufa sig áfram. Innskotsþáttunum mun fylgja kennsluefni fyrir eldri bekki grunnskólanna.

Ljósmynd: Kristín Edda Gylfadóttir / Matís

IMG_5440

Categories
Uncategorized

Kíktu á síðuna okkar

 

Categories
Uncategorized

Fagur Fiskur

Fagur fiskur eru sjónvarpsþættir sem sýndir voru á RÚV. Markmið þáttanna var að kynna fyrir áhorfendum alla þá ótrúlegu möguleika í því frábæra hráefni sem finnst í hafinu í kringum landið. Hugmyndin af þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Mastersverkefni Gunnþórunnar í matvælafræði við Háskóla Íslands fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólki á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins sýndu að mikil þörf væri fyrir að efla bæði þekkingu fólks og neyslu þess á sjávarfangi. Út frá þessu verkefni kviknaði sú hugmynd að gera sjónvarpsþætti þar sem sjávarfang landsins væri í aðalhlutverki. Þær Gunnþórunn og Brynhildur fengu Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Margréti Jónasdóttur hjá Sagafilm í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin var þróuð áfram og útfærð af Áslaugu, Sveini og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra hjá Sagafilm.

Hér má sjá seríu 1 og 2 af Fagur fiskur.

Gerð þáttana var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Sveinn Kjartansson er matreiðslumeistari og eigandi veitingahússins Borðstofan, sem er á fyrstu hæð í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík.
Sveinn hefur komið víða við á starfsferli sínum.  Hann útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1985 og hélt fljótlega utan til Oslóar þar sem hann vann sem matreiðslumaður. Fljótlega lá leiðin til Amsterdam þar sem Sveinn starfaði um áraraðir. Hann vann á ýmsum veitingastöðum á ferðalögum sínum um heiminn og hefur starfað á erlendri grundu lungað úr starfsferlinum. Við og við kom hann heim og setti m.a. upp veitingastofuna á Listasafni Íslands, þegar það flutti í núverandi húsnæði. Einnig starfaði hann við veitingahúsið Við tjörnina og frá árinu 2002 starfrækti Sveinn Fylgifiska, sérverslun með sjávarfang, ásamt fleirum, sem var brautryðjandi á Íslandi í fiskréttum.

Hann hefur unnið að þremur þáttaröðum um matreiðslu fyrir sjónvarp, Fagur fiskur I, sem Sagafilm og Matís framleiddi (Eddu-verðlaunin 2011 sem menningar- eða lífsstílsþáttur ársins), Allt upp á einn disk, sem RÚV framleiddi  og nú síðast Fagur fiskur II, framleiðandi Sagafilm og Matís. Þáttaraðirnar voru allar sýndar á RÚV.

Sveinn er höfundur af 60 uppskriftum í Fiskbók Hagkaupa sem kom út árið 2004 og nú í október kemur út bókin Fagur fiskur, með uppskriftum Sveins, sem Forlagið gefur út og byggir á báðum þáttaröðunum Fagur fiskur I og II.

Áslaug Snorrasdóttir ljósmyndari hefur sérhæft sig í að mynda mat. Ritstýrði og myndaði About Fish, sem fékk hönnunarverðlaun FÍT  2003, og bókina Náttúran sér um sína, stemmingsbók um Rúnar Marvinsson 2008. Auk þess hefur hún myndað í á þriðja tug matreiðslubóka og skrifað texta um mat og matarmenningu fyrir tímarit eins og Conde Nast traveler, W, Iceland Review og Atlantica. Frá 1991 til 2004, sá Áslaug um matarþætti í Morgunblaðinu, og ritstýrði og myndaði í M tímarit Morgunblaðsins um mat og vín.

Frá árinu 2007, hefur Áslaug rekið fyrirtækið Pikknikk sem sérhæfir sig í einstökum matarupplifunum, og veislum.

 

 

Categories
Uncategorized

..ekki hika!